Gott að vera bara 50%! 1. desember 2006 05:00 Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun