Skynsamleg niðurstaða 12. desember 2006 05:00 Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar