Óborganlegir textar 14. desember 2006 14:00 Skemmtilegir textarnir standa upp úr en platan hefur þó miklu meira til síns ágætis. Stjörnur: 3 Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason
Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira