Stóriðjuskólinn í Straumsvík 15. desember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar