Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu.
Um 50 manns hið minnsta féllu í annarri sprengjuárás, sem gerð var í Kerbala, rétt fyrir klukkan átta í morgun, og því ljóst að um 80 manns hið minnsta hafa fallið í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi.