Brasilíski kantmaðurinn Alessandro Mancini tryggði Roma óvæntan 1-0 sigur á AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 81. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Milan liðið var mun betri aðilinn í leiknum en fóru illa með fjöldamörg færi sín.
Tap Milan er mönnum þar á bæ talsvert áfall því liðið hefur nú dregist aftur úr toppliði Juventus sem vann sinn leik í dag og munar 12 stigum á liðunum. Inter er í 2. sæti með 42 stig, tveimur stigum á undan AC Milan.