Denver skellti meisturnum 23. janúar 2006 15:17 Denver hefur ekki látið mikil meiðsli lykilmanna hafa áhrif á sig í vetur og þeir Kenyon Martin og Carmelo Anthony gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum á útivelli í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira