Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann auðveldan sigur á Cleveland 101-73. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 21, en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland sem skoraði aðeins 9 stig í fjórða leikhlutanum.
Þá unnu meistararnir frá San Antonio nauman sigur á Golden State 89-86. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Troy Murphy var með 22 stig hjá Golden State.