Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.
Ásthildur hefur spilað með sænska liðinu undanfarin tvö ár en gekk sem kunnugt er til liðs við Breiðablik í vetur og ætlar að leika þeim grænklæddu í sumar. Hún mun hins vegar eiga stutt félagsskipti í Malmo yfir páskana sem mun gilda í rúmar tvær vikur áður en hún skiptir aftur yfir í Blika og leikur með þeim í sumar eins og áætlað var.