Juventus vann Sampdoria 1-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pavel Nedved skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu. AC Milan vann Empoli 3-0 þar sem Filippo Inzahgi skoraði tvö markanna og Andrei Schevshenko eitt. Juventus er á toppi deildarinnar og hefur 10 stiga forystu á AC Milan. Í kvöld mætast Roma og Inter en leikurinn verður sýndur á Sýn extra klukkan 19:30.
