Fjórða viðureign Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 í einvíginu og geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í kvöld. Þess má geta að fylgst verður með gangi mála í leik KR og Njarðvíkur í útsendingu Sýnar, en sá leikur hefst á sama tíma.
Skallagrímur - Keflavík í beinni á Sýn

Mest lesið


Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl
Enski boltinn



Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn




