Ég ber enga virðingu fyrir Kobe Bryant 4. maí 2006 14:55 Þeir Kobe Bryant og Raja Bell hafa háð sannkallað einvígi sín á milli, en hætt er við því að Phoenix eigi lítið svar við Bryant í leiknum í kvöld úr því að Bell verður í banni NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira