Miami hársbreidd frá úrslitunum 30. maí 2006 03:53 Dwayne Wade er með yfir 70% skotnýtingu í einvíginu við Detroit NordicPhotos/GettyImages Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira