Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu 4. september 2006 22:45 Lögreglumenn við hringleikahúsið eftir morðárásina. MYND/AP Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda. Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira