Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2006 08:00 Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. Það var upp úr hádegi þann ellefta september 2001 sem tveimur farþegaflugvélum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu í World Trade Center í New York í Bandaríkjunum. Vélunum hafði verið rænt og flogið á turnana. Þriðju vélinnil var síðan flogið á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins Bandaríska, í Washington. Fjórða vélin hrapaði síðan á engi í Pennsylvaníu. George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þessi voðaverk í New York borg í gærkvöldi. Meðal þeirra sem einnig voru viðstaddir voru George Pataki, ríkisstjóri í New York, Michael Bloomberg, borgarstjóri, og Rudy Giuliani, sem var borgarstjóri í New York fyrir fimm árum. Forsetahjónin lögðu blómsveiga á tvær tjarnir sem eru nú þar sem tvíburaturnarnir stóðu áður. Því var haldin guðsþjónusta í kirkju sem stendur beint á móti þeim stað þar sem trunarnir tveir gnæfðu yfir borginni. Því næst heimsótti Bandaríkjaforseti slökkviliðs- og björgunarmenn sem vinna á þeirri slökkvistöð sem stendur næst þeim stað þar sem byggingarnar stóðu. Bush mun síðar í dag heimsækja björgunar- og slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum fyrir fimm árum. Því næst halda forsetahjónin til Washington þar sem þau taka þátt í athöfn við varnarmálaráðuneytið. Síðan fara þau til Pennsylvaníu og minnast þeirra sem fórust með vélinni sem hrapaði þar. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. Það var upp úr hádegi þann ellefta september 2001 sem tveimur farþegaflugvélum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu í World Trade Center í New York í Bandaríkjunum. Vélunum hafði verið rænt og flogið á turnana. Þriðju vélinnil var síðan flogið á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins Bandaríska, í Washington. Fjórða vélin hrapaði síðan á engi í Pennsylvaníu. George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þessi voðaverk í New York borg í gærkvöldi. Meðal þeirra sem einnig voru viðstaddir voru George Pataki, ríkisstjóri í New York, Michael Bloomberg, borgarstjóri, og Rudy Giuliani, sem var borgarstjóri í New York fyrir fimm árum. Forsetahjónin lögðu blómsveiga á tvær tjarnir sem eru nú þar sem tvíburaturnarnir stóðu áður. Því var haldin guðsþjónusta í kirkju sem stendur beint á móti þeim stað þar sem trunarnir tveir gnæfðu yfir borginni. Því næst heimsótti Bandaríkjaforseti slökkviliðs- og björgunarmenn sem vinna á þeirri slökkvistöð sem stendur næst þeim stað þar sem byggingarnar stóðu. Bush mun síðar í dag heimsækja björgunar- og slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum fyrir fimm árum. Því næst halda forsetahjónin til Washington þar sem þau taka þátt í athöfn við varnarmálaráðuneytið. Síðan fara þau til Pennsylvaníu og minnast þeirra sem fórust með vélinni sem hrapaði þar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira