Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 11. september 2006 18:59 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira