Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða 23. september 2006 18:45 Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins. Franska héraðsblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem segir að yfirvöld í Sádí Arabíu séu sannfærð um að bin Laden hafi látist. Að sögn blaðsins var Jacques Chirac, Frakklandsforseta, og Dominique de Villepin, forsætisráðherra, gerð grein fyrir innihaldi skýrslunnar. Jacques Chirac, Frakklandsforseti, vildi lítið tjá sig um málið þegar leitað var eftir því í dag. Hann sagði þó að hann hefði fyrirskipað varnarmálaráðherra landsins að rannsaka hvernig skýrslan hefði lekið til fjölmiðla. Chirac segir ekki hafa verið hægt að staðfesta frétt blaðsins með nokkrum hæti og því vildi hann ekki tjá sig um málið. Pakistanar draga frétt blaðsins í efa. Talskona pakistanska utanríkisráðuneytisins bendir á að L´Est Republicain sé lítt þekkt blað auk þess sem fréttin virðist nokkuð langsótt. Stjórnvöld í Pakistan hafi ekki fengið neinar upplýsingar í þessa veruna. Bandarísk yfirvöld segja ekki hafa reynst hægt að staðfesta þessar fréttir. Bin Laden hefur farið huldu höfði síðan árið 2001 þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum í Afganistan. Hann mun hafa flúið þaðan til Pakistan þar sem hann er sagður hafa farið huldu höfði í fjallahéruðum við landamærin. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins. Franska héraðsblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem segir að yfirvöld í Sádí Arabíu séu sannfærð um að bin Laden hafi látist. Að sögn blaðsins var Jacques Chirac, Frakklandsforseta, og Dominique de Villepin, forsætisráðherra, gerð grein fyrir innihaldi skýrslunnar. Jacques Chirac, Frakklandsforseti, vildi lítið tjá sig um málið þegar leitað var eftir því í dag. Hann sagði þó að hann hefði fyrirskipað varnarmálaráðherra landsins að rannsaka hvernig skýrslan hefði lekið til fjölmiðla. Chirac segir ekki hafa verið hægt að staðfesta frétt blaðsins með nokkrum hæti og því vildi hann ekki tjá sig um málið. Pakistanar draga frétt blaðsins í efa. Talskona pakistanska utanríkisráðuneytisins bendir á að L´Est Republicain sé lítt þekkt blað auk þess sem fréttin virðist nokkuð langsótt. Stjórnvöld í Pakistan hafi ekki fengið neinar upplýsingar í þessa veruna. Bandarísk yfirvöld segja ekki hafa reynst hægt að staðfesta þessar fréttir. Bin Laden hefur farið huldu höfði síðan árið 2001 þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum í Afganistan. Hann mun hafa flúið þaðan til Pakistan þar sem hann er sagður hafa farið huldu höfði í fjallahéruðum við landamærin. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira