Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.
Valentina Radu skoraði 7 mörk fyrir ÍBV, Renata Horvath 5, Pavla Plaminkova skoraði 4 mörk, Andrea Löw 3 og Pavla Nevarilova 2 mörk.