Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir 17. október 2006 17:09 George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira