Morenatti látinn laus 24. október 2006 21:47 Emilio Morenatti, ljósmyndari AP, að störfum á Gaza-svæðinu í fyrra. MYND/AP Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira