Hugsanlegt að Bandaríkjamenn hætti að aðstoða Níkaragva 6. nóvember 2006 13:00 Allt útlit er fyrir að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista, hafi sigrað í forsetakosningunum í Níkaragva sem fram fóru í gær. Verði þetta úrslitin getur svo farið að Bandaríkjamenn láti af aðstoð við þetta fátæka land. Ortega tapaði í forsetakosningum 1996 og 2001 en allt er þá þrennt er því nú virðist Daniel Ortega ætla að hafa árangur sem erfiði. Til að sigra í kosningunum þurfa frambjóðendur að fá að minnsta kosti 35 prósent, annars verður boðað til annarrar umferðar í næsta mánuði. Þegar fimmtán prósent atkvæðanna höfðu verið talin í nótt höfðu 40 prósent kjósenda greitt Ortega atkvæði sitt. Næstur í röðinni var Eduardo Montealegre, fulltrúi frjálslyndra, með um 33 prósent þannig að forskot Ortega er allgott. Sextán ár eru frá því Ortega hrökklaðist úr embætti en borgarastyrjöld hinnar vinstrisinnuðu Sandinista-hreyfingar hans og Contra-skæruliða, sem Bandaríkjamenn studdu með ráðum og dáð, einkenndu síðustu ár stjórnartíðar hans. 30.000 manns létust í þeim átökum. Kosningarnar í gær gengu sæmilega utan þess að nokkrir kjörstaðir voru opnaðir seint og því myndaðist þar örtröð þegar þeim var loks lokað. Í varfærinni yfirlýsingu sinni seint í gærkvöld bentu bandarísk stjórnvöld á þessa staðreynd og sögðu því of snemmt að segja til um hvort um sanngjarnar kosningar hefði verið að ræða. Fari svo að Sandinistar komist aftur til valda óttast margir að Bandaríkjamenn muni hætta stuðningi við þessa næstfátækustu þjóð vesturhvels jarðar. Á hinn bóginn er öruggt að Hugo Chavez, forseti Venesúela, mun fagna þessum nýju bandamönnum í álfunni. Erlent Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista, hafi sigrað í forsetakosningunum í Níkaragva sem fram fóru í gær. Verði þetta úrslitin getur svo farið að Bandaríkjamenn láti af aðstoð við þetta fátæka land. Ortega tapaði í forsetakosningum 1996 og 2001 en allt er þá þrennt er því nú virðist Daniel Ortega ætla að hafa árangur sem erfiði. Til að sigra í kosningunum þurfa frambjóðendur að fá að minnsta kosti 35 prósent, annars verður boðað til annarrar umferðar í næsta mánuði. Þegar fimmtán prósent atkvæðanna höfðu verið talin í nótt höfðu 40 prósent kjósenda greitt Ortega atkvæði sitt. Næstur í röðinni var Eduardo Montealegre, fulltrúi frjálslyndra, með um 33 prósent þannig að forskot Ortega er allgott. Sextán ár eru frá því Ortega hrökklaðist úr embætti en borgarastyrjöld hinnar vinstrisinnuðu Sandinista-hreyfingar hans og Contra-skæruliða, sem Bandaríkjamenn studdu með ráðum og dáð, einkenndu síðustu ár stjórnartíðar hans. 30.000 manns létust í þeim átökum. Kosningarnar í gær gengu sæmilega utan þess að nokkrir kjörstaðir voru opnaðir seint og því myndaðist þar örtröð þegar þeim var loks lokað. Í varfærinni yfirlýsingu sinni seint í gærkvöld bentu bandarísk stjórnvöld á þessa staðreynd og sögðu því of snemmt að segja til um hvort um sanngjarnar kosningar hefði verið að ræða. Fari svo að Sandinistar komist aftur til valda óttast margir að Bandaríkjamenn muni hætta stuðningi við þessa næstfátækustu þjóð vesturhvels jarðar. Á hinn bóginn er öruggt að Hugo Chavez, forseti Venesúela, mun fagna þessum nýju bandamönnum í álfunni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira