Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagðist í dag tilbúinn til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran ef bandarísk stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Hann sagði Bandaríkjamenn fara gegn Írönum með yfirgangi.
Skýringar á stefnu Íransstjórnar væri að vænta. Forsetinn vildi ekki greina nánar frá því hvað í þeim fælist.
Í ávarpi sínu fullvissaði Íransforseti landa sína um að þrátt fyrir viðræður við vesturveldin gætu þeir fagnað fullnaðarsigri í kjarnorkudeilunni innan fárra mánaða.