Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins 7. desember 2006 14:57 Olíu- og gaslindir í Barentshafi MYND/ russiablog.org Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu sem hann hélt í Aþenu í dag. Björn gagnrýndi um leið brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í þessu samhengi. Í ræðunni ræddi Björn þróun orkuvinnslu á Norðurslóðum og auknar siglingar risaskipa með gas og olíu yfir Norður-Atlantshaf, og sagði að Íslendingar hefðu brugðist við þessari þróun með því að efla landhelgisgæslu sína. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt nýlega um mikilvægi þess fyrir Bandaríkin að tryggja orkuöryggi sitt sem best, þar á meðal á flutningaleiðum olíu. Björn lýsti því, hvernig rússneska fyrirtækið Gazprom hefði svo til fyrirvaralaust breytt um stefnu við gasvinnslu á Stokkman-svæðinu í Barentshafi. Lokað á samstarf við erlend fyrirtæki og ákveðið að flytja gasið í leiðslu til Evrópu í stað þess að setja það um borð í skip til Bandaríkjanna. Sérfróðir menn teldu þetta til marks um, að Rússar hikuðu ekki við að beita orkulindum sínum til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Björn flutti ræðuna á 52. ársfundi Atlantic Treaty Association (ATA), sem haldinn er í Aþenu. ATA eru samtök félaga á borð við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg og eru á þriðja hundrað fulltrúa frá tæplega 50 löndum á fundinum í Aþenu. Ríkisstjórn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu sem hann hélt í Aþenu í dag. Björn gagnrýndi um leið brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í þessu samhengi. Í ræðunni ræddi Björn þróun orkuvinnslu á Norðurslóðum og auknar siglingar risaskipa með gas og olíu yfir Norður-Atlantshaf, og sagði að Íslendingar hefðu brugðist við þessari þróun með því að efla landhelgisgæslu sína. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt nýlega um mikilvægi þess fyrir Bandaríkin að tryggja orkuöryggi sitt sem best, þar á meðal á flutningaleiðum olíu. Björn lýsti því, hvernig rússneska fyrirtækið Gazprom hefði svo til fyrirvaralaust breytt um stefnu við gasvinnslu á Stokkman-svæðinu í Barentshafi. Lokað á samstarf við erlend fyrirtæki og ákveðið að flytja gasið í leiðslu til Evrópu í stað þess að setja það um borð í skip til Bandaríkjanna. Sérfróðir menn teldu þetta til marks um, að Rússar hikuðu ekki við að beita orkulindum sínum til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Björn flutti ræðuna á 52. ársfundi Atlantic Treaty Association (ATA), sem haldinn er í Aþenu. ATA eru samtök félaga á borð við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg og eru á þriðja hundrað fulltrúa frá tæplega 50 löndum á fundinum í Aþenu.
Ríkisstjórn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira