Hráolían á taflborði alþjóðamarkaðar 31. janúar 2007 00:01 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast talsvert undanfarna tólf mánuði. Verðið rauk upp í sögulegar hæðir um mitt síðasta sumar en er nú komið niður í um 55 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Sveiflur sem þessar geta haft gríðarlegar afleiðingar á alþjóðamarkaði. Þar er enginn undanskilinn. Afleiðingar eru meðal annars þær að leitað hefur verið leiða til að nýta aðra orkugjafa en olíu, svo sem vindorku. Síðustu stóru verðsveiflur á svartagullinu komu illa við kaunin á bíla- og flugvélaiðnaðinum, sem hefur brugðist við með því að setja á markað sparneytnari farartæki. Hráolían þáttur í valdatafliOlíukreppa varð í tvígang á áttunda áratug síðustu aldar. Hana má rekja aftur til ársins 1967 þegar nokkur aðildarríki OPEC-samtakanna við Persaflóa tóku höndum saman, stofnuðu samtök olíuútflutningsríkja í Arabíu (OAPEC) og ákváðu að skrúfa fyrir útflutning á hráolíu til Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í mótmælaskyni við stuðning þeirra við Ísraelsríki í Sex daga stríðinu. Aðgerðirnar entust hins vegar ekki lengi. Sýnu verri voru afleiðingarnar árið 1973 þegar OPEC-ríkin ákváðu að grípa til sömu aðgerða í kjölfar Yom Kippur-stríðs Ísraels. Í ákvörðun samtakanna fólst að olíu-útflutningur til landanna skyldi skertur um fimm prósent í hverjum mánuði þar til Ísraelar yfirgæfu hernumdu svæðin sem þeir náðu í Sex daga stríðinu árið 1967. Aðgerðirnar stóðu yfir í fimm mánuði, þar til deilan leystist í marsmánuði árið 1974. Áhrifa aðgerðanna gætti hins vegar áratuginn á enda. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Verð á hráolíu hækkaði talsvert og átti meðal annars hlutdeild að þeirri alþjóðlegu verðbólgu sem hafði með sér mikla verðrýrnun fjölmargra gjaldmiðla á áttunda áratug síðustu aldar. Bandaríski dollarinn kom ekki vel undan vetri og rýrnaði talsvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Bandaríkjastjórn, sem stutt hafði við Ísraelsríki, virtist eiga fáa að við Persaflóa. Meira að segja Íranskeisari, sem verið hafði vinveittur stjórnvöldum vestanhafs, lét hafa eftir sér í samtali við bandaríska dagblaðið New York Times, að réttast væri að kenna Bandaríkjamönnum dýrmæta lexíu og hækka verðið tífalt. Olíukreppan hin síðariVera má að þetta breytta viðhorf Íranskeisara hafi meðal annars valdið því að honum var velt úr sessi árið 1979. Í kjölfarið dróst olíuframleiðsla Írana mikið saman með þeim afleiðingum að keyra heimsmarkaðsverð á hráolíu frekar upp. OPEC-ríkin og fleiri olíuframleiðendur brugðust við með því að auka framleiðsluna og nam heildarsamdrátturinn því einungis um fjórum prósentum. Samdrátturinn olli hins vegar skelfingu á heimsvísu og hækkaði hráolíuverðið enn meira en efni stóðu til. Verðið fór úr 15,58 dölum á tunnu í 39,50 dali á mörkuðum sem var sögulegt met að raunvirði og var ekki slegið fyrr en um mitt síðasta sumar. Til tals kom að skammta olíu í Bandaríkjunum vegna yfirvofandi olíuskorts en til þess kom þó ekki. Leiðir frá olíunotkunÍ byrjun níunda áratugar síðustu aldar hafði heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkað verulega og var allt að sex til sjö sinnum hærra en á fyrri hluta árs 1973. Hækkunin kom meðal annars sérstaklega illa við sjávarútveginn hér á landi auk þess sem hann kom hart niður á þeim sem kyntu hús sín með olíu. Gripið var til ýmissa aðgerða til að minnka olíunotkun, meðal annars hérlendis. Blásið var til átaks til að nýta innlendar orkulindir í stað svartagullsins auk þess sem vindorka var nýtt í öðrum löndum til að sporna gegn áhrifum olíuverðshækkana á helstu fjármálamörkuðum. Þá lögðu vestræn ríki aukna áherslu á olíuleit og vinnslu. Þar á meðal voru Norðmenn, en norska stórþingið mælti fyrir um stofnun olíufélagsins Statoil árið 1972. Það tók hins vegar til starfa ári síðar við olíuleit og -vinnslu og hefur skilað góðum ávexti inn í norskt hagkerfi á síðastliðnum 34 árum. Aðgerðirnar skiluðu nokkrum árangri en hlutdeild olíu hefur lækkað úr um 45 prósentum árið 1973 í um tvö prósent árið 2000, líkt og Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar-ráðherra, benti á í ræðu sinni á ársfundi Orkustofnunar fyrir sjö árum. Þyngdarlögmál olíuverðsinsEftir aðgerðir til að nýta aðrar orkulindir en olíu hélst hráolíuverð nokkuð stöðugt, ekki síst eftir að OPEC-ríkin ákváðu að tryggja aðildar-ríkjum sínum réttláta hlutdeild í olíumarkaðinum. Framboð olíu var aukið og í kjölfarið lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu verulega og var allt fram undir síðustu aldamót um þriðjungur af því sem verðið stóð í við upphaf níunda áratugarins. En þyngdarlögmálið á við um hráolíuverðið líkt og aðra hluti. Sérstaklega á átakatímum. Olíuverð lækkaði til dæmis snarlega í kjölfar innrásar Íraka inn í Kúvæt árið 1992, þvert á óskir Saddams Husseins, þáverandi einræðisherra, sem hafði farið fram á að OPEC-ríkin hækkuðu verðið til að bæta skuldastöðu Íraks. Ástæðan var reyndar sú að OPEC-ríkin juku mjög við olíuframleiðslu af ótta við að drægi úr olíuframboði vegna innrásarinnar. Verðið fór hratt niður í kjölfarið og var komið niður í litla tíu dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum upp úr 1998. Lækkanir geta komið olíuframleiðsluríkjum illa. Ekki síst skuldsettum ríkjum. Þegar Hugo Chavez settist á forsetastól í Venesúela árið 1998 var hans fyrsta verk að efna kosningaloforð sitt um að grynnka á erlendum skuldum landsins og bæta efnahag landsmanna. Chavez kom sínum manni í embætti olíumálaráðherra og í skjóli þess að Venesúela er fjórða umsvifamesta olíuframleiðsluríki OPEC-ríkjanna vann hann að því að efna loforð hins nýkjörna forseta. Olíuverðið tvöfaldaðist í verði á næstu fjórum árum og stóð í um tuttugu dölum á tunnu um 2002. Aukin eftirspurn eftir svartagulliEftirspurn eftir hráolíu hefur aukist mikið á síðastliðnum árum samfara auknum hagvexti helstu iðnríkja heims og aukinni bílaeign. Hráolíuverðið hefur hækkað talsvert samhliða þessu vegna eftirspurnarinnar og hefur forsvarsmönnum OPEC-ríkjanna verið legið á hálsi fyrir að vanmeta eftirspurn eftir hráolíu á nýmörkuðum á borð við Indland og Kína, með þeim afleiðingum að hráolíuverðið hefur hækkað enn meira en tilefni hefur verið til. En sumt verður ekki við ráðið, svo sem veðurfar. Olíuverð rauk til dæmis í rúman 71 bandaríkjadal á tunnu eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurríki Bandaríkjanna í ágústmánuði 2005. Fellibylurinn varð til þess að olíufyrirtæki við Mexíkóflóa kölluðu starfslið sitt í land, með þeim afleiðingum að olíuvinnsla stöðvaðist um tíma. Þá urðu skemmdir á mörgum olíuvinnslustöðvum við flóann til þess að keyra verðið upp á nokkuð skömmum tíma. OPEC-ríkin brugðust við með aukinni olíuframleiðslu með það fyrir augum að koma verðinu niður. En þótt hækkanirnar væru miklar kom það ekki niður á hagvexti vestanhafs nema að litlu leyti, sem mældist um 3,5 prósent á árinu í heild. Er á það bent í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í fyrra að búist hafi verið við um 3,0 prósenta hagvexti á síðasta ári og sé helst um að kenna þenslu á fasteignamarkaðinum sem hafi náð hámarki í Bandaríkjunum, fremur en verðhækkunum á hráolíu. Spenna í alþjóðasamskiptumSpenna í samskiptum stórþjóða setti enn frekar mark sitt á hráolíuverðið á síðasta ári. Verðið hækkaði talsvert eftir því sem spennan jókst varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Íranar eru stórveldi innan OPEC-samtakanna og sinna fimm prósentum af allri olíuframleiðslu í heiminum. Hótuðu stjórnvöld að skrúfa fyrir olíuútflutning, sérstaklega þegar til tals kom að Bandaríkjaher gæti gert innrás í landið. Var um tíma óttast að slíkur gjörningur myndi keyra hráolíuverð upp úr öllu valdi og jafnvel þrefalda það. Af því varð ekki. Hins vegar keyrði innrás Ísraelshers gegn Hizbollah-skæruliðum í suðurhluta Líbanon hráolíuverðið upp í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. Verðið fór hæst í 78,48 dali á tunnu og sló metið sem sett hafði verið árið 1979. Markaðsaðilar voru fremur svartsýnir um framtíðina og spáði að minnsta kosti einn þeirra því að verðið gæti farið upp í allt að hundrað dali á tunnu. Það var hins vegar ekki raunin því í kjölfar vopnahlés á milli stríðandi fylkinga mánuði síðar fór verðið hratt niður. Ekki sér fyrir endann á lækkanaferlinu, ekki síst eftir áramótin. Verðið fór niður í um 52 dali á tunnu á markaði fyrir um viku en slík verðlagning hefur ekki sést í tæp tvö ár. Horfur á næstunniLjóst er að verstu hrakspár um síhækkandi hráolíuverð hafa ekki ræst enda hefur heimsmarkaðsverðið lækkað hratt á nýju ári. Þar er helst að þakka hlýindum eftir áramótin í Norður-Ameríku, minni eftirspurn eftir eldsneyti og olíu til húshitunar og auknum umframbirgðum af olíu vestanhafs. Hráolíuverðið stendur nú í um 55 dölum á tunnu sem er nálægt því sem verðið var í undir lok árs 2005. Greiningardeild Lands-bankans gerir verðlækkanir á hráolíu að umfjöllunarefni sínu í Vegvísi bankans á mánudag. Þar er meðal annars bent á að verðlækkanirnar minnki verðbólguþrýsting í hagkerfinu vegna beinna verðáhrifa auk þess sem framleiðslukostnaður í fjölmörgum fyrirtækjum lækki að sama skapi. Slíkt eykur að sjálfsögðu kaupmátt og ýtir undir einkaneyslu, að sögn greiningardeildarinnar. Aukin einkaneysla setur bankastjórn evrópska seðlabankans og kollega þeirra hjá þeim bandaríska í klemmu. Síðar í dag mun Ben Bernanke greina frá vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans og bendir flest til að vegna verðlækkana á hráolíu og vaxtar í einkaneyslu muni bankinn halda vöxtunum óbreyttum enn um sinn í 5,25 prósentum. Það er þvert á væntingar manna, sem gerðu flestir ráð fyrir því að stýrivaxtaferli bankans myndi fara niður á við eftir óbreytt stýrivaxtaskeið síðan um mitt síðasta ár. Óvíst er hvað framtíðin felur í skauti sér en flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka lítillega og sveiflast beggja vegna 60 dala marksins á tunnu á árinu. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast talsvert undanfarna tólf mánuði. Verðið rauk upp í sögulegar hæðir um mitt síðasta sumar en er nú komið niður í um 55 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Sveiflur sem þessar geta haft gríðarlegar afleiðingar á alþjóðamarkaði. Þar er enginn undanskilinn. Afleiðingar eru meðal annars þær að leitað hefur verið leiða til að nýta aðra orkugjafa en olíu, svo sem vindorku. Síðustu stóru verðsveiflur á svartagullinu komu illa við kaunin á bíla- og flugvélaiðnaðinum, sem hefur brugðist við með því að setja á markað sparneytnari farartæki. Hráolían þáttur í valdatafliOlíukreppa varð í tvígang á áttunda áratug síðustu aldar. Hana má rekja aftur til ársins 1967 þegar nokkur aðildarríki OPEC-samtakanna við Persaflóa tóku höndum saman, stofnuðu samtök olíuútflutningsríkja í Arabíu (OAPEC) og ákváðu að skrúfa fyrir útflutning á hráolíu til Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í mótmælaskyni við stuðning þeirra við Ísraelsríki í Sex daga stríðinu. Aðgerðirnar entust hins vegar ekki lengi. Sýnu verri voru afleiðingarnar árið 1973 þegar OPEC-ríkin ákváðu að grípa til sömu aðgerða í kjölfar Yom Kippur-stríðs Ísraels. Í ákvörðun samtakanna fólst að olíu-útflutningur til landanna skyldi skertur um fimm prósent í hverjum mánuði þar til Ísraelar yfirgæfu hernumdu svæðin sem þeir náðu í Sex daga stríðinu árið 1967. Aðgerðirnar stóðu yfir í fimm mánuði, þar til deilan leystist í marsmánuði árið 1974. Áhrifa aðgerðanna gætti hins vegar áratuginn á enda. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Verð á hráolíu hækkaði talsvert og átti meðal annars hlutdeild að þeirri alþjóðlegu verðbólgu sem hafði með sér mikla verðrýrnun fjölmargra gjaldmiðla á áttunda áratug síðustu aldar. Bandaríski dollarinn kom ekki vel undan vetri og rýrnaði talsvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Bandaríkjastjórn, sem stutt hafði við Ísraelsríki, virtist eiga fáa að við Persaflóa. Meira að segja Íranskeisari, sem verið hafði vinveittur stjórnvöldum vestanhafs, lét hafa eftir sér í samtali við bandaríska dagblaðið New York Times, að réttast væri að kenna Bandaríkjamönnum dýrmæta lexíu og hækka verðið tífalt. Olíukreppan hin síðariVera má að þetta breytta viðhorf Íranskeisara hafi meðal annars valdið því að honum var velt úr sessi árið 1979. Í kjölfarið dróst olíuframleiðsla Írana mikið saman með þeim afleiðingum að keyra heimsmarkaðsverð á hráolíu frekar upp. OPEC-ríkin og fleiri olíuframleiðendur brugðust við með því að auka framleiðsluna og nam heildarsamdrátturinn því einungis um fjórum prósentum. Samdrátturinn olli hins vegar skelfingu á heimsvísu og hækkaði hráolíuverðið enn meira en efni stóðu til. Verðið fór úr 15,58 dölum á tunnu í 39,50 dali á mörkuðum sem var sögulegt met að raunvirði og var ekki slegið fyrr en um mitt síðasta sumar. Til tals kom að skammta olíu í Bandaríkjunum vegna yfirvofandi olíuskorts en til þess kom þó ekki. Leiðir frá olíunotkunÍ byrjun níunda áratugar síðustu aldar hafði heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkað verulega og var allt að sex til sjö sinnum hærra en á fyrri hluta árs 1973. Hækkunin kom meðal annars sérstaklega illa við sjávarútveginn hér á landi auk þess sem hann kom hart niður á þeim sem kyntu hús sín með olíu. Gripið var til ýmissa aðgerða til að minnka olíunotkun, meðal annars hérlendis. Blásið var til átaks til að nýta innlendar orkulindir í stað svartagullsins auk þess sem vindorka var nýtt í öðrum löndum til að sporna gegn áhrifum olíuverðshækkana á helstu fjármálamörkuðum. Þá lögðu vestræn ríki aukna áherslu á olíuleit og vinnslu. Þar á meðal voru Norðmenn, en norska stórþingið mælti fyrir um stofnun olíufélagsins Statoil árið 1972. Það tók hins vegar til starfa ári síðar við olíuleit og -vinnslu og hefur skilað góðum ávexti inn í norskt hagkerfi á síðastliðnum 34 árum. Aðgerðirnar skiluðu nokkrum árangri en hlutdeild olíu hefur lækkað úr um 45 prósentum árið 1973 í um tvö prósent árið 2000, líkt og Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar-ráðherra, benti á í ræðu sinni á ársfundi Orkustofnunar fyrir sjö árum. Þyngdarlögmál olíuverðsinsEftir aðgerðir til að nýta aðrar orkulindir en olíu hélst hráolíuverð nokkuð stöðugt, ekki síst eftir að OPEC-ríkin ákváðu að tryggja aðildar-ríkjum sínum réttláta hlutdeild í olíumarkaðinum. Framboð olíu var aukið og í kjölfarið lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu verulega og var allt fram undir síðustu aldamót um þriðjungur af því sem verðið stóð í við upphaf níunda áratugarins. En þyngdarlögmálið á við um hráolíuverðið líkt og aðra hluti. Sérstaklega á átakatímum. Olíuverð lækkaði til dæmis snarlega í kjölfar innrásar Íraka inn í Kúvæt árið 1992, þvert á óskir Saddams Husseins, þáverandi einræðisherra, sem hafði farið fram á að OPEC-ríkin hækkuðu verðið til að bæta skuldastöðu Íraks. Ástæðan var reyndar sú að OPEC-ríkin juku mjög við olíuframleiðslu af ótta við að drægi úr olíuframboði vegna innrásarinnar. Verðið fór hratt niður í kjölfarið og var komið niður í litla tíu dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum upp úr 1998. Lækkanir geta komið olíuframleiðsluríkjum illa. Ekki síst skuldsettum ríkjum. Þegar Hugo Chavez settist á forsetastól í Venesúela árið 1998 var hans fyrsta verk að efna kosningaloforð sitt um að grynnka á erlendum skuldum landsins og bæta efnahag landsmanna. Chavez kom sínum manni í embætti olíumálaráðherra og í skjóli þess að Venesúela er fjórða umsvifamesta olíuframleiðsluríki OPEC-ríkjanna vann hann að því að efna loforð hins nýkjörna forseta. Olíuverðið tvöfaldaðist í verði á næstu fjórum árum og stóð í um tuttugu dölum á tunnu um 2002. Aukin eftirspurn eftir svartagulliEftirspurn eftir hráolíu hefur aukist mikið á síðastliðnum árum samfara auknum hagvexti helstu iðnríkja heims og aukinni bílaeign. Hráolíuverðið hefur hækkað talsvert samhliða þessu vegna eftirspurnarinnar og hefur forsvarsmönnum OPEC-ríkjanna verið legið á hálsi fyrir að vanmeta eftirspurn eftir hráolíu á nýmörkuðum á borð við Indland og Kína, með þeim afleiðingum að hráolíuverðið hefur hækkað enn meira en tilefni hefur verið til. En sumt verður ekki við ráðið, svo sem veðurfar. Olíuverð rauk til dæmis í rúman 71 bandaríkjadal á tunnu eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurríki Bandaríkjanna í ágústmánuði 2005. Fellibylurinn varð til þess að olíufyrirtæki við Mexíkóflóa kölluðu starfslið sitt í land, með þeim afleiðingum að olíuvinnsla stöðvaðist um tíma. Þá urðu skemmdir á mörgum olíuvinnslustöðvum við flóann til þess að keyra verðið upp á nokkuð skömmum tíma. OPEC-ríkin brugðust við með aukinni olíuframleiðslu með það fyrir augum að koma verðinu niður. En þótt hækkanirnar væru miklar kom það ekki niður á hagvexti vestanhafs nema að litlu leyti, sem mældist um 3,5 prósent á árinu í heild. Er á það bent í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í fyrra að búist hafi verið við um 3,0 prósenta hagvexti á síðasta ári og sé helst um að kenna þenslu á fasteignamarkaðinum sem hafi náð hámarki í Bandaríkjunum, fremur en verðhækkunum á hráolíu. Spenna í alþjóðasamskiptumSpenna í samskiptum stórþjóða setti enn frekar mark sitt á hráolíuverðið á síðasta ári. Verðið hækkaði talsvert eftir því sem spennan jókst varðandi kjarnorkuáætlun Írana. Íranar eru stórveldi innan OPEC-samtakanna og sinna fimm prósentum af allri olíuframleiðslu í heiminum. Hótuðu stjórnvöld að skrúfa fyrir olíuútflutning, sérstaklega þegar til tals kom að Bandaríkjaher gæti gert innrás í landið. Var um tíma óttast að slíkur gjörningur myndi keyra hráolíuverð upp úr öllu valdi og jafnvel þrefalda það. Af því varð ekki. Hins vegar keyrði innrás Ísraelshers gegn Hizbollah-skæruliðum í suðurhluta Líbanon hráolíuverðið upp í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. Verðið fór hæst í 78,48 dali á tunnu og sló metið sem sett hafði verið árið 1979. Markaðsaðilar voru fremur svartsýnir um framtíðina og spáði að minnsta kosti einn þeirra því að verðið gæti farið upp í allt að hundrað dali á tunnu. Það var hins vegar ekki raunin því í kjölfar vopnahlés á milli stríðandi fylkinga mánuði síðar fór verðið hratt niður. Ekki sér fyrir endann á lækkanaferlinu, ekki síst eftir áramótin. Verðið fór niður í um 52 dali á tunnu á markaði fyrir um viku en slík verðlagning hefur ekki sést í tæp tvö ár. Horfur á næstunniLjóst er að verstu hrakspár um síhækkandi hráolíuverð hafa ekki ræst enda hefur heimsmarkaðsverðið lækkað hratt á nýju ári. Þar er helst að þakka hlýindum eftir áramótin í Norður-Ameríku, minni eftirspurn eftir eldsneyti og olíu til húshitunar og auknum umframbirgðum af olíu vestanhafs. Hráolíuverðið stendur nú í um 55 dölum á tunnu sem er nálægt því sem verðið var í undir lok árs 2005. Greiningardeild Lands-bankans gerir verðlækkanir á hráolíu að umfjöllunarefni sínu í Vegvísi bankans á mánudag. Þar er meðal annars bent á að verðlækkanirnar minnki verðbólguþrýsting í hagkerfinu vegna beinna verðáhrifa auk þess sem framleiðslukostnaður í fjölmörgum fyrirtækjum lækki að sama skapi. Slíkt eykur að sjálfsögðu kaupmátt og ýtir undir einkaneyslu, að sögn greiningardeildarinnar. Aukin einkaneysla setur bankastjórn evrópska seðlabankans og kollega þeirra hjá þeim bandaríska í klemmu. Síðar í dag mun Ben Bernanke greina frá vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans og bendir flest til að vegna verðlækkana á hráolíu og vaxtar í einkaneyslu muni bankinn halda vöxtunum óbreyttum enn um sinn í 5,25 prósentum. Það er þvert á væntingar manna, sem gerðu flestir ráð fyrir því að stýrivaxtaferli bankans myndi fara niður á við eftir óbreytt stýrivaxtaskeið síðan um mitt síðasta ár. Óvíst er hvað framtíðin felur í skauti sér en flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka lítillega og sveiflast beggja vegna 60 dala marksins á tunnu á árinu.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira