Stormsker á Asíumarkað 5. febrúar 2007 06:00 Syngur tregablandna ástarsöngva, sem samdir eru víðsvegar um Asíu, á nýrri plötu: „There is only one“. „Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.” Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.”
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira