Óhugnaður í Breiðavík 7. febrúar 2007 06:15 Undanfarna daga hafa fjölmiðlar flutt óhugnanlegar frásagnir af dvöl ungra drengja í vistheimilinu á Breiðavík í Vestur - Barðastrandarsýslu. Heimili þetta var sett á laggirnar árið 1952 og starfrækt í um 25 ár á þessum einangraða stað. Þangað voru sendir drengir á aldrinum 7 - 16 ára sem höfðu orðið uppvísir að afbrotum eða komu frá heimilum sem ekki gátu annast þá af einhverjum ástæðum. Alls munu um 70 drengir hafa verið vistaðir í Breiðavík misjafnlega lengi. Af frásögnum undanfarna daga hafa margir þeirra átt þar mjög slæma vist, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Breiðavík var mjög afskekktur staður, og þangað var ekki fært landleiðina yfir hávetur, þótt vegasamband við umheiminmn sé orðið mun betra, enda mikil náttúruperla í næsta nágrenni, þar sem Látrabjarg er. Mál þetta hefur nú ratað inn á fund ríkisstjórnarinnar og í sali Alþingis, og virðast allir vera sammála um að eitthvað þurfi að gera til að rétta hlut þeirra sem þarna voru vistaðir. Þá segist borgarstjóri ætla að láta til sín taka í því. Eftir að DV flutti margra síðna frásögn af Breiðuvíkurheimilinu um síðustu helgi, hefur stöðugt meiri og meiri vitneskja verið að koma í ljós um rekstur heimilisins, og margskonar gögn um reksturinn dregin fram í dagsljósið. Þetta mál minnir að nokkru leyti á Byrgismálið og málefni Heyrnleysingjaskólans, sem urðu til þess að margir hrukku í kút. Það virðist sameiginlegt með þeim öllum að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með starfseminni af hálfu yfirvalda, þótt reksturinn hafi verið greiddur með peningum skattborgaranna. Samkvæmt lýsingum fyrrverandi vistmanna í Kastljósinu er ekki annað að sjá en þarna hafi verið hálfgert helvíti á jörð. Í stað þess að veita drengjunum sem þangað voru sendir alla hugsanlega andlega aðstoð og uppbyggingu vi ðkomuna þangað, hafa þeir verið beittir bæði kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi samkvæmt frásögn þeirra sjálfra. Fyrrverandi starfsmenn sem hafa komið fram í umræðunni, hafa staðfest margt af því sem vistmennirnir fyrrverandi hafa sagt, og nú er brýnt að kafað verði í þetta mál, og allt sem þarna gerðist fært upp á borðið. Yfirvöld virðast hafa verið mjög sljó varðandi frásagnir af rekstrinum, því þegar árið 1958 lýsti einn starfsmaður opinberlega miklum efasemdum um hann. Það þarf kannski engan að undra að þeir sem dvöldu þarna á viðkvæmum unglingsárum hafi ekki fetað alveg rétta leið í lífinu eftir dvöl í Breiðavík. Samfélagið skuldar mörgum þessara manna afsökun, og það er ekki oft seint að aðstoða þá við að gera upp fortíðina með aðstoð sérhæfðs fólks, svo þeir þurfi ekki að bresta í grát fyrir framan sjónvarpsvélarnar og alþjóð þegar þeir rifja upp löngu liðna atburði. Önnur hlið á þessu máli er að þeir menn fái einhverjar bætur frá ríkinu í formi peninga, eins og mun hafa verið tíðkað við svipaðar aðstæður annars staðar á Norðurlöndum. Þangað er áreiðanlega hægt að sækja góð ráð í þessum efnum, því vandamál af þessu tagi hafa því miður verið útbreiddari en halda mætti . Hér er verk að vinna, sem sæmileg sátt ætti að nást um , því það er fyrst og fremst heill og hamingja fyrrverandi vistmanna í Breiðavík sem málið snýst um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Undanfarna daga hafa fjölmiðlar flutt óhugnanlegar frásagnir af dvöl ungra drengja í vistheimilinu á Breiðavík í Vestur - Barðastrandarsýslu. Heimili þetta var sett á laggirnar árið 1952 og starfrækt í um 25 ár á þessum einangraða stað. Þangað voru sendir drengir á aldrinum 7 - 16 ára sem höfðu orðið uppvísir að afbrotum eða komu frá heimilum sem ekki gátu annast þá af einhverjum ástæðum. Alls munu um 70 drengir hafa verið vistaðir í Breiðavík misjafnlega lengi. Af frásögnum undanfarna daga hafa margir þeirra átt þar mjög slæma vist, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Breiðavík var mjög afskekktur staður, og þangað var ekki fært landleiðina yfir hávetur, þótt vegasamband við umheiminmn sé orðið mun betra, enda mikil náttúruperla í næsta nágrenni, þar sem Látrabjarg er. Mál þetta hefur nú ratað inn á fund ríkisstjórnarinnar og í sali Alþingis, og virðast allir vera sammála um að eitthvað þurfi að gera til að rétta hlut þeirra sem þarna voru vistaðir. Þá segist borgarstjóri ætla að láta til sín taka í því. Eftir að DV flutti margra síðna frásögn af Breiðuvíkurheimilinu um síðustu helgi, hefur stöðugt meiri og meiri vitneskja verið að koma í ljós um rekstur heimilisins, og margskonar gögn um reksturinn dregin fram í dagsljósið. Þetta mál minnir að nokkru leyti á Byrgismálið og málefni Heyrnleysingjaskólans, sem urðu til þess að margir hrukku í kút. Það virðist sameiginlegt með þeim öllum að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með starfseminni af hálfu yfirvalda, þótt reksturinn hafi verið greiddur með peningum skattborgaranna. Samkvæmt lýsingum fyrrverandi vistmanna í Kastljósinu er ekki annað að sjá en þarna hafi verið hálfgert helvíti á jörð. Í stað þess að veita drengjunum sem þangað voru sendir alla hugsanlega andlega aðstoð og uppbyggingu vi ðkomuna þangað, hafa þeir verið beittir bæði kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi samkvæmt frásögn þeirra sjálfra. Fyrrverandi starfsmenn sem hafa komið fram í umræðunni, hafa staðfest margt af því sem vistmennirnir fyrrverandi hafa sagt, og nú er brýnt að kafað verði í þetta mál, og allt sem þarna gerðist fært upp á borðið. Yfirvöld virðast hafa verið mjög sljó varðandi frásagnir af rekstrinum, því þegar árið 1958 lýsti einn starfsmaður opinberlega miklum efasemdum um hann. Það þarf kannski engan að undra að þeir sem dvöldu þarna á viðkvæmum unglingsárum hafi ekki fetað alveg rétta leið í lífinu eftir dvöl í Breiðavík. Samfélagið skuldar mörgum þessara manna afsökun, og það er ekki oft seint að aðstoða þá við að gera upp fortíðina með aðstoð sérhæfðs fólks, svo þeir þurfi ekki að bresta í grát fyrir framan sjónvarpsvélarnar og alþjóð þegar þeir rifja upp löngu liðna atburði. Önnur hlið á þessu máli er að þeir menn fái einhverjar bætur frá ríkinu í formi peninga, eins og mun hafa verið tíðkað við svipaðar aðstæður annars staðar á Norðurlöndum. Þangað er áreiðanlega hægt að sækja góð ráð í þessum efnum, því vandamál af þessu tagi hafa því miður verið útbreiddari en halda mætti . Hér er verk að vinna, sem sæmileg sátt ætti að nást um , því það er fyrst og fremst heill og hamingja fyrrverandi vistmanna í Breiðavík sem málið snýst um.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun