Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói 22. mars 2007 06:00 Friðrik fékk meðal annars kassettutæki og IKEA-innréttingu í fermingargjöf. MYND/ vilhelm Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg Fermingar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg
Fermingar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira