Volta Bjarkar komin á netið 31. mars 2007 13:15 Ásmundur Jónsson segir leka á netið vera órjúfanlegan hluta af því að gefa út plötur í dag. „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp