Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana 20. maí 2007 00:01 Frá björgunaraðgerðum í Reynisfjöru. MYND/Þórir N. Kjartansson Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15