Tónlistarþörfin öðru sterkari 15. júní 2007 07:45 Meg og Jack kunna enn að leika sér saman. Nýja White Stripes platan Icky Thump kemur út í næstu viku. Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði Icky Thump. „Við gerðum plötuna á þremur vikum. Við ræddum málin og þræluðum okkur ekki út 12 tíma á dag eins og áður. Ég vildi að þetta væri afslappað og við tækjum okkur tíma í að gera hlutina” segir Jack White um gerð nýju White Stripes plötunnar, Icky Thump, sem kemur út í næstu viku. Og hann bætir við: „Samt kom ekki til greina að eyða ævinni í þetta. Það væri fáránlegt að eyða milljónum dollara í eina plötu. Icky Thump er okkar dýrasta plata. Hver dagur í hljóðveri við gerð hennar var dýrari en upptökurnar á öllum hinum plötunum okkar til samans”.Sekkjapípa og mariathciIcky Thump er sjötta plata White Stripes. Það heyrist greinilega þegar maður hlustar á hana hvaða sveit er þarna á ferðinni, en samt er hún töluvert ólík fyrri plötunum. Þung gítarriff eru áberandi, en það er líka sekkjapípuleikur í einu lagi og mariatchi blástur í öðru. Blúsinn er á sínum stað og sumstaðar fer þetta út í hálfgert prog-rokk. Stemningin er á köflum hrá og æst eins og á fyrstu plötunum, en svo koma poppaðri lög inn á milli. Platan virkar svolítið ruglingsleg við fyrstu hlustun, en tekur á sig mynd þegar betur er hlustað. Upptökur í NashvilleIcky Thump var tekin upp í Blackbird stúdíóinu í Nashville. Það er vel búið og nýtískulegt hljóðver og þess vegna ólíkt þeim hljóðverum sem White Stripes hafa áður notast við. Jack segir að Blackbird eigi ógrynni hljóðnema og sé vel búið af gömlum upptökutækjum þó að þau séu lítið notuð. „Kántrý-tónlist dagsins í dag er tekin upp á tölvur,” segir hann og bætir við að eina sveitin sem hafi notað gömlu upptökugræjurnar í Blackbird-stúdíóinu nýlega fyrir utan White Stripes sé Kings Of Leon. Flúin frá DetroitJack og Meg eru bæði flutt frá Detroit þar sem þau voru farin að verða fyrir miklu aðkasti og „neikvæðri athygli” eins og Jack orðar það. Meg flutti til Los Angeles, en Jack til Nashville þar sem hann unir sér mjög vel. Hann skoðaði meðal annars hús Johnny Cash þegar hann var að leita sér að húsnæði, en ákvað að kaupa það ekki þar sem hann óttaðist að honum myndi líða meira eins og safnverði heldur en íbúa ef hann flytti þar inn. Hættur að spá í hipsteranaJack er ennþá í hljómsveitinni The Raconteurs og er þessa dagana að klára plötu númer tvö með henni. The White Stripes er núna orðin tíu ára og framundan er stór tónleikaferð. Og þau eru ekkert að fara að hætta. Jack segist hafa hagnast það vel á tónlistinni undanfarin ár að hann gæti vel tekið sér frí í tíu ár og slakað á með fjölskyldunni, breska ofurmódelinu Karen Elson og dótturinni Scarlett Theresu. Og hann væri alveg til í það. En þörfin til að búa til tónlist er öllu öðru sterkari. Hann segist samt gera hlutina á öðrum forsendum í dag. Hann segist „hættur að spá í það hvað hipsterunum eigi eftir að finnast“ um það sem hann gerir. Gagnrýnendur ánægðirÞað á eftir að koma í ljós hvað hipsterunum finnst um Icky Thump, en gagnrýnendur virðast ánægðir. Platan er að fá fína dóma, til dæmis fjórar stjörnur af fimm mögulegum, bæði í Mojo og Uncut. Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði Icky Thump. „Við gerðum plötuna á þremur vikum. Við ræddum málin og þræluðum okkur ekki út 12 tíma á dag eins og áður. Ég vildi að þetta væri afslappað og við tækjum okkur tíma í að gera hlutina” segir Jack White um gerð nýju White Stripes plötunnar, Icky Thump, sem kemur út í næstu viku. Og hann bætir við: „Samt kom ekki til greina að eyða ævinni í þetta. Það væri fáránlegt að eyða milljónum dollara í eina plötu. Icky Thump er okkar dýrasta plata. Hver dagur í hljóðveri við gerð hennar var dýrari en upptökurnar á öllum hinum plötunum okkar til samans”.Sekkjapípa og mariathciIcky Thump er sjötta plata White Stripes. Það heyrist greinilega þegar maður hlustar á hana hvaða sveit er þarna á ferðinni, en samt er hún töluvert ólík fyrri plötunum. Þung gítarriff eru áberandi, en það er líka sekkjapípuleikur í einu lagi og mariatchi blástur í öðru. Blúsinn er á sínum stað og sumstaðar fer þetta út í hálfgert prog-rokk. Stemningin er á köflum hrá og æst eins og á fyrstu plötunum, en svo koma poppaðri lög inn á milli. Platan virkar svolítið ruglingsleg við fyrstu hlustun, en tekur á sig mynd þegar betur er hlustað. Upptökur í NashvilleIcky Thump var tekin upp í Blackbird stúdíóinu í Nashville. Það er vel búið og nýtískulegt hljóðver og þess vegna ólíkt þeim hljóðverum sem White Stripes hafa áður notast við. Jack segir að Blackbird eigi ógrynni hljóðnema og sé vel búið af gömlum upptökutækjum þó að þau séu lítið notuð. „Kántrý-tónlist dagsins í dag er tekin upp á tölvur,” segir hann og bætir við að eina sveitin sem hafi notað gömlu upptökugræjurnar í Blackbird-stúdíóinu nýlega fyrir utan White Stripes sé Kings Of Leon. Flúin frá DetroitJack og Meg eru bæði flutt frá Detroit þar sem þau voru farin að verða fyrir miklu aðkasti og „neikvæðri athygli” eins og Jack orðar það. Meg flutti til Los Angeles, en Jack til Nashville þar sem hann unir sér mjög vel. Hann skoðaði meðal annars hús Johnny Cash þegar hann var að leita sér að húsnæði, en ákvað að kaupa það ekki þar sem hann óttaðist að honum myndi líða meira eins og safnverði heldur en íbúa ef hann flytti þar inn. Hættur að spá í hipsteranaJack er ennþá í hljómsveitinni The Raconteurs og er þessa dagana að klára plötu númer tvö með henni. The White Stripes er núna orðin tíu ára og framundan er stór tónleikaferð. Og þau eru ekkert að fara að hætta. Jack segist hafa hagnast það vel á tónlistinni undanfarin ár að hann gæti vel tekið sér frí í tíu ár og slakað á með fjölskyldunni, breska ofurmódelinu Karen Elson og dótturinni Scarlett Theresu. Og hann væri alveg til í það. En þörfin til að búa til tónlist er öllu öðru sterkari. Hann segist samt gera hlutina á öðrum forsendum í dag. Hann segist „hættur að spá í það hvað hipsterunum eigi eftir að finnast“ um það sem hann gerir. Gagnrýnendur ánægðirÞað á eftir að koma í ljós hvað hipsterunum finnst um Icky Thump, en gagnrýnendur virðast ánægðir. Platan er að fá fína dóma, til dæmis fjórar stjörnur af fimm mögulegum, bæði í Mojo og Uncut.
Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira