Að byggja upp þorskstofninn 21. júní 2007 02:00 Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar