Einkavæðing í menntastefnu? 22. júní 2007 01:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið sem kom út nýlega er um margt merkileg. Ánægjulegt er að sjá hversu vel Háskóli Íslands kemur út þrátt fyrir skerta samkeppnisstöðu. Aftur á móti er áhyggjuefni hversu mikill aðstöðumunur er á einkareknum háskólum og opinberum. Að einkareknir háskólar skuli fá sama ríkisframlag og þeir opinberu hefur skapað óæskilegan aðstöðumun og veikt samkeppnisstöðu opinberu háskólanna af skýrslunni að dæma. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir að auka þarf fjárframlög til Háskólans á Akureyri. Mikilli og örri fjölgun nemenda við háskólann hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir. Fjölgun nema þýða aukin útgjöld. Því miður virðist núverandi menntamálaráðherra ekki sýna þessu mikinn skilning. Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og vonandi fær hann tækifæri til að halda áfram að vaxa og dafna. Að sama skapi verður að telja undarlegt að fjárframlög til Menntaskólans á Akureyri hafi verið skert um 30% á hverju ári sl. 3 ár. Einnig að forsendur fjárveitinganna hafi breyst jafn oft á tímabilinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, sagði í útskriftarræðu sinni 17. júní, að skólayfirvöld ætluðu ekki að sitja með hendur í skauti. Miðað við stöðuna væri það álitlegur kostur að gera MA að einkaskóla. Samkeppnisstaða skólans byði einfaldlega ekki upp á að reglum og forsendum fjárveitinga væri sífellt breytt. Vonandi verður þessi kostur ekki ofan á, jafnvel þó ekki sé stefnt á að taka upp skólagjöld. Gæði kennslu á ekki að vera háð framlögum fyrirtækja. Stjórnvöld verða einfaldlega að búa svo í haginn að fjárframlög standi undir rekstri skólans. Sú spurning vaknar hvort búið sé að hrinda af stað yfirlýstri ætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í menntakerfinu. Markvisst sé verið að skera niður fjárframlög til opinberra skóla og skerða samkeppnisstöðu þeirra til að gera einkavæðingu girnilegri. Markmið menntakerfisins verða aldrei fjárhagsleg í mínum huga. Þau snúast fyrst og fremst um gæði menntunarinnar og hversu vel okkur tekst að búa börn og ungmenni undir lífið. Þarna kristallast grundvallarmunur á stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja til einkavæðingar menntakerfisins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar