Kim Larsen væntanlegur til Íslands 28. júní 2007 03:00 Larsen spilaði á tvennum tónleikum á Nasa fyrir tveimur árum. fréttablaðið/heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira