Örvhentur eins og Hendrix 1. júlí 2007 03:00 Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, hefur farið á kostum með hljómsveitinni Dúndurfréttum. fréttablaðið/rósa Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð[email protected] Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð[email protected]
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira