Dungen: Tio bitar - tvær stjörnur 8. júlí 2007 12:00 Dungen fer úr spennandi, fallegum og ferskum afthvarfspælingum í hið gagnstæða. Þó ekki alslæm með öllu. Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira