Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð 13. júlí 2007 06:00 Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Sjá meira
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun