Til höfuðs siðmenningunni 13. júlí 2007 05:00 Throbbing Gristle 2007. Genesis P-Orridge er enn að brjóta gegn hefðunum. Hann er kominn með konubrjóst eftir skurðaðgerð, en hann stefnir að því að verða tvíkynja. Breska hljómsveitin Throbbing Gristle var brautryðjandi í „industrial“-tónlistinni sem kom fram á seinni hluta áttunda áratugarins. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu með nýju efni í 25 ár. Trausti Júlíusson rifjaði upp feril þessarar áhrifaríku sveitar. Þegar breska hljómsveitin Throbbing Gristle (TG) steig fram á sjónarsviðið árið 1975 risu margir upp til að fordæma hana. Einn af þeim var Sir Nicholas Fairbairn, breskur þingmaður, sem kallað meðlimi sveitarinnar „Wreckers Of Civilisation“ – niðurrifsmenn siðmenningarinnar. Hljómsveitin fagnaði þessu viðurnefni og hampaði því óspart. Á árunum 1975-1981 hélt TG fjölda tónleika og sendi frá sér plötur sem höfðu mikil áhrif. Sveitin kom svo saman aftur fyrir skömmu og sendi frá sér nýja plötu, Part Two: The Endless Not.Prostitution-sýninginThrobbing Gristle varð til upp úr gjörningalistahópnum COUM Transmissions. Meðlimirnir voru Genesis P-Orridge bassaleikari, Cosey Fanni Tutti gítarleikari, hljómborðsleikarinn Chris Carter og Peter „Sleazy“ Christopherson sem meðhöndlaði tónlistina með segulböndum. Genesis og Cosey voru bæði listamenn, Sleazy var hönnuður, en Chris var með tækjadellu á háu stigi og sérhæfði sig í því að smíða sína eigin hljóðgervla. Cosey hafði m.a. leikið í nokkrum klámmyndum í listrænum tilgangi.TG tók þátt í sýningunni Prostitution í ICA listamiðstöðinni í London 1976, en sú sýning hneykslaði marga. Þar mátti m.a. sjá brot frá fyrrnefndum kvikmyndaferli Cosey Fanni Tutti, innsetningar með notuðum túrtöppum o.fl. sem ekki þótti boðlegt, síst af ölli í svo virðulegri stofnun. Tónleikar TG fyrstu árin hófust með því að kveikt var á skeiðklukku og nákvæmlega 60 mínútum síðar var rafmagnið tekið af.Mikil áhrifThrobbing Gristle átti það sameiginlegt með pönkinu að ráðast gegn ríkjandi tónlist og þjóðfélagsskipan, en TG gekk mun lengra á báðum sviðum. Tónlistin var að miklu leyti sveiflukenndur hávaði, án takts og greinanlegrar uppbyggingar. Einhvers konar rafræn sýra. Á plötum sveitarinnar var tónlistin samt aðgengilegri en á tónleikum. Plötur eins og The Second Annual Report (1977), D.O.A. (1978) og 20 Jazz Funk Greats (1979) eru vel þess virði að tékka á þeim.Eftir að TG hætti, stofnuðu Genesis og Sleazy Psychic TV (sem hélt eftirminnilega tónleika með Kuklinu í HM 1984), en Chris & Cosey stofnuðu samnefnt dúó. Hvortveggja poppaðri sveitir en TG. TG hafði mikil áhrif t.d. á 23 Skidoo, SPK, Einsturzende Neubauten, Laibach, Front 242 og zoviet*france. Á Íslandi mátti heyra áhrif frá TG hjá Bruna BB, Inferno 5 og hinni vanmetnu eðalsveit Reptilicus.Loksins tekin í sáttNýja Throbbing Gristle platan er aðeins mýkri og aðgengilegri en fyrri verk þó að meðlimirnir fullyrði að þeir kunni ennþá minna á hljóðfæri í dag heldur en þegar sveitin var stofnuð. TG er líka farin að spila á tónleikum aftur og þáði nýlega boð ICA um að spila þar, en stofnunin setti sveitina á bannlista eftir Prostitution sýninguna. Genesis hlær að því í dag: „Svona gerist þetta. Þeir reyna að stoppa þig. Svo banna þeir þig og segja að þú sért klámfenginn, en svo 25 árum seinna segja þeir að þeim finnist þú góður.“ Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Breska hljómsveitin Throbbing Gristle var brautryðjandi í „industrial“-tónlistinni sem kom fram á seinni hluta áttunda áratugarins. Hún sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu með nýju efni í 25 ár. Trausti Júlíusson rifjaði upp feril þessarar áhrifaríku sveitar. Þegar breska hljómsveitin Throbbing Gristle (TG) steig fram á sjónarsviðið árið 1975 risu margir upp til að fordæma hana. Einn af þeim var Sir Nicholas Fairbairn, breskur þingmaður, sem kallað meðlimi sveitarinnar „Wreckers Of Civilisation“ – niðurrifsmenn siðmenningarinnar. Hljómsveitin fagnaði þessu viðurnefni og hampaði því óspart. Á árunum 1975-1981 hélt TG fjölda tónleika og sendi frá sér plötur sem höfðu mikil áhrif. Sveitin kom svo saman aftur fyrir skömmu og sendi frá sér nýja plötu, Part Two: The Endless Not.Prostitution-sýninginThrobbing Gristle varð til upp úr gjörningalistahópnum COUM Transmissions. Meðlimirnir voru Genesis P-Orridge bassaleikari, Cosey Fanni Tutti gítarleikari, hljómborðsleikarinn Chris Carter og Peter „Sleazy“ Christopherson sem meðhöndlaði tónlistina með segulböndum. Genesis og Cosey voru bæði listamenn, Sleazy var hönnuður, en Chris var með tækjadellu á háu stigi og sérhæfði sig í því að smíða sína eigin hljóðgervla. Cosey hafði m.a. leikið í nokkrum klámmyndum í listrænum tilgangi.TG tók þátt í sýningunni Prostitution í ICA listamiðstöðinni í London 1976, en sú sýning hneykslaði marga. Þar mátti m.a. sjá brot frá fyrrnefndum kvikmyndaferli Cosey Fanni Tutti, innsetningar með notuðum túrtöppum o.fl. sem ekki þótti boðlegt, síst af ölli í svo virðulegri stofnun. Tónleikar TG fyrstu árin hófust með því að kveikt var á skeiðklukku og nákvæmlega 60 mínútum síðar var rafmagnið tekið af.Mikil áhrifThrobbing Gristle átti það sameiginlegt með pönkinu að ráðast gegn ríkjandi tónlist og þjóðfélagsskipan, en TG gekk mun lengra á báðum sviðum. Tónlistin var að miklu leyti sveiflukenndur hávaði, án takts og greinanlegrar uppbyggingar. Einhvers konar rafræn sýra. Á plötum sveitarinnar var tónlistin samt aðgengilegri en á tónleikum. Plötur eins og The Second Annual Report (1977), D.O.A. (1978) og 20 Jazz Funk Greats (1979) eru vel þess virði að tékka á þeim.Eftir að TG hætti, stofnuðu Genesis og Sleazy Psychic TV (sem hélt eftirminnilega tónleika með Kuklinu í HM 1984), en Chris & Cosey stofnuðu samnefnt dúó. Hvortveggja poppaðri sveitir en TG. TG hafði mikil áhrif t.d. á 23 Skidoo, SPK, Einsturzende Neubauten, Laibach, Front 242 og zoviet*france. Á Íslandi mátti heyra áhrif frá TG hjá Bruna BB, Inferno 5 og hinni vanmetnu eðalsveit Reptilicus.Loksins tekin í sáttNýja Throbbing Gristle platan er aðeins mýkri og aðgengilegri en fyrri verk þó að meðlimirnir fullyrði að þeir kunni ennþá minna á hljóðfæri í dag heldur en þegar sveitin var stofnuð. TG er líka farin að spila á tónleikum aftur og þáði nýlega boð ICA um að spila þar, en stofnunin setti sveitina á bannlista eftir Prostitution sýninguna. Genesis hlær að því í dag: „Svona gerist þetta. Þeir reyna að stoppa þig. Svo banna þeir þig og segja að þú sért klámfenginn, en svo 25 árum seinna segja þeir að þeim finnist þú góður.“
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira