Að verja vondan málstað 18. júlí 2007 02:45 Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar