Verslunarmannahelgin og útihátíðir 3. ágúst 2007 05:15 Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun