Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur 28. ágúst 2007 09:30 Ölvis er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem sýnir vel hvers hann er megnugur á Bravado þó hann eigi margt inni. Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira