Feðgin sungu með Sniglabandinu 28. ágúst 2007 06:30 Magnús Þór ásamt dóttur sinni Þórunni uppi á sviði í Hveragerði með Sniglabandinu. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen". Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen".
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira