Gullin helgi fyrir Rögnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2007 06:00 Ragna Ingólfsdóttir með verðlaunin sín á Iceland Express International. Fréttablaðið/Völundur Árangur íslensku keppendanna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International sem lauk í gær var mjög góður og stjarna mótsins var Ragna Ingólfsdóttir sem vann tvö gull í einliðaleik og tvíliðaleik. Síðasti leikur mótsins var mest spennandi úrslitaleikurinn en þar unnu Ragna og Katrín Atladóttir þær Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur í jöfnum og skemmtilegum leik. Ragna Ingólfsdóttir fylgdi eftir sigri á opna ungverska mótinu um síðustu helgi með því að vinna einliðaleikinn með sannfærandi hætti. Ragna vann alla leiki sína 2-0 og í úrslitaleiknum vann hún dönsku stelpuna Trine Niemeier 21-11 og 21-3. Aðeins klukkutíma seinna var Ragna mætt í annan úrslitaleik þar sem að hún tryggði sér sitt annað gull, nú í tvíliðaleik kvenna. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit í leiknum og hana sigruðu þær Ragna og Katrín 21-17. „Ég er eiginlega alveg búin og gat varla spilað þessa oddalotu," sagði Ragna eftir að sigurinn var í höfn. „Ég er ótrúlega ánægð og mjög sátt með helgina. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu. Ég vann þetta mót í fyrra og varð í öðru sæti í tvíliðaleiknum og það var erfitt að koma inn í svona mót og þurfa að verja titilinn," sagði Ragna sem var ánægð með stuðninginn. „Salurinn var ótrúlega mikið með mér og það er erfitt fyrir hina spilarana að spila undir slíku. Fólk var duglegt við að hvetja mig og það skipti miklu máli. Ég hélt líka einbeitingu allan tímann þrátt fyrir að vera komin langt yfir." Ragna þakkar breyttu hugarfari góðan árangur að undanförnu. „Ég var orðin svolítið stressuð um hvort að ég myndi halda mér inni á Ólympíuleikunum eftir að ég meiddist. Ég fór til Einars Gylfa sálfræðings og hann kenndi mér að hugsa öðruvísi og það var bara viku fyrir Unvgerjaland. Ég byrjaði strax að hugsa um það sem hann sagði og í Ungverjalandi gekk þetta alveg upp. Það var gott að fá svona utanaðkomandi hjálp því maður fattar það ekki alltaf sjálfur hvað er að. Ég var í góðu formi og búin að spila mikið þannig að það var ekki líkaminn sem var að halda aftur að mér," sagði Ragna. Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari var ánægður með mótið. „Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar. Það var óvænt að fá tvö íslensk lið í úrslit í tvíliðaleiknum," sagði Árni sem gat ekki neitað því að afrek Rögnu stæði upp úr. „Ragna er búin að vera að ströggla í haust en þetta er allt að smella hjá henni. Hún er núna farin að hlaupa og hreyfa sig eins og hún gerði áður og núna nær hún þessum boltum við netið sem hefur verið vandamál hjá henni í haust. Það er frábært hjá henni að vinna tvö mót í röð og ekki síður að leggja þrjár danskar stelpur. Við höfum oft átt í erfiðleikum með Danina því við höfum borið mikla virðingu fyrir þeim. Mér fannst í leikjunum hjá Rögnu á móti dönsku stelpunum að þær báru alveg gríðarlega virðingu fyrir Rögnu og náðu kannski ekki sínu besta og það var eins og þetta hefði snúist við," sagði Árni Þór eftir mótið. Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sjá meira
Árangur íslensku keppendanna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International sem lauk í gær var mjög góður og stjarna mótsins var Ragna Ingólfsdóttir sem vann tvö gull í einliðaleik og tvíliðaleik. Síðasti leikur mótsins var mest spennandi úrslitaleikurinn en þar unnu Ragna og Katrín Atladóttir þær Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur í jöfnum og skemmtilegum leik. Ragna Ingólfsdóttir fylgdi eftir sigri á opna ungverska mótinu um síðustu helgi með því að vinna einliðaleikinn með sannfærandi hætti. Ragna vann alla leiki sína 2-0 og í úrslitaleiknum vann hún dönsku stelpuna Trine Niemeier 21-11 og 21-3. Aðeins klukkutíma seinna var Ragna mætt í annan úrslitaleik þar sem að hún tryggði sér sitt annað gull, nú í tvíliðaleik kvenna. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit í leiknum og hana sigruðu þær Ragna og Katrín 21-17. „Ég er eiginlega alveg búin og gat varla spilað þessa oddalotu," sagði Ragna eftir að sigurinn var í höfn. „Ég er ótrúlega ánægð og mjög sátt með helgina. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu. Ég vann þetta mót í fyrra og varð í öðru sæti í tvíliðaleiknum og það var erfitt að koma inn í svona mót og þurfa að verja titilinn," sagði Ragna sem var ánægð með stuðninginn. „Salurinn var ótrúlega mikið með mér og það er erfitt fyrir hina spilarana að spila undir slíku. Fólk var duglegt við að hvetja mig og það skipti miklu máli. Ég hélt líka einbeitingu allan tímann þrátt fyrir að vera komin langt yfir." Ragna þakkar breyttu hugarfari góðan árangur að undanförnu. „Ég var orðin svolítið stressuð um hvort að ég myndi halda mér inni á Ólympíuleikunum eftir að ég meiddist. Ég fór til Einars Gylfa sálfræðings og hann kenndi mér að hugsa öðruvísi og það var bara viku fyrir Unvgerjaland. Ég byrjaði strax að hugsa um það sem hann sagði og í Ungverjalandi gekk þetta alveg upp. Það var gott að fá svona utanaðkomandi hjálp því maður fattar það ekki alltaf sjálfur hvað er að. Ég var í góðu formi og búin að spila mikið þannig að það var ekki líkaminn sem var að halda aftur að mér," sagði Ragna. Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari var ánægður með mótið. „Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar. Það var óvænt að fá tvö íslensk lið í úrslit í tvíliðaleiknum," sagði Árni sem gat ekki neitað því að afrek Rögnu stæði upp úr. „Ragna er búin að vera að ströggla í haust en þetta er allt að smella hjá henni. Hún er núna farin að hlaupa og hreyfa sig eins og hún gerði áður og núna nær hún þessum boltum við netið sem hefur verið vandamál hjá henni í haust. Það er frábært hjá henni að vinna tvö mót í röð og ekki síður að leggja þrjár danskar stelpur. Við höfum oft átt í erfiðleikum með Danina því við höfum borið mikla virðingu fyrir þeim. Mér fannst í leikjunum hjá Rögnu á móti dönsku stelpunum að þær báru alveg gríðarlega virðingu fyrir Rögnu og náðu kannski ekki sínu besta og það var eins og þetta hefði snúist við," sagði Árni Þór eftir mótið.
Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sjá meira