Um 300 tonn af olíu í sjóinn 13. janúar 2007 18:45 Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira