Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn 15. janúar 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira