Hestaíþróttakona og maður ársins 2006

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hélt sitt árlega hóf á Grand Hótel þar sem íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á árinu var verðlaunað. Eins og fram hefur komið varð Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi hlutskarpastur í kjörin um íþróttamann ársins 2006. Öll sérsambönd innan ÍSÍ tilnefndu sitt íþróttafólk og valdi LH þau Önnu Valdimarsdóttur og Þórarinn Eymundsson sem hestaíþróttamann og hestaíþróttakonu ársins 2006.