Stóraukin umsvif í Afganistan 26. janúar 2007 18:30 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag. Málefni Afganistans voru í brennidepli á fundinum sem fór fram í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Bandalagið hefur á sínum snærum 32.000 hermenn í Afganistan, þar eru tólf þúsund Bandaríkjamenn. Ástandið í landinu er erfitt viðureignar en á síðasta ári létu 4.000 manns lífið í átökum þar, fjórðungur þeirra voru borgarar. Á fundinum í morgun sammæltust ráðherrarnir því um að auka umsvifin í Afganistan, bæði á sviði hernaðar og uppbyggingarstarfs. Mestu munar um framlag Bandaríkjastjórnar en á næstu tveimur árum ætlar hún að leggja 700 milljarða króna til þessara mála og auk þess verða 3.200 hermenn sem til stóð að kalla heim hafðir í landinu eitthvað áfram. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en tólf íslenskir friðargæsluliðar eru nú í Afganistan.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir ýmsa möguleika í stöðunni, meðal annars hafi hún stungið upp á á fundinum að Íslendingar sæju um að koma stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl aftur í hendur heimamanna og eins kemur til greina að Íslendingar veiti ráðgjöf um gerð vatnsaflsvirkjana í landinu. Það sé markmið hennar að Afganistan verði að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming á árinu, upp í 25.Að mati Valgerðar er ekki tímabært að velta vöngum yfir kostnaðinum af þessum verkefnum en hún segir þau í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka framlög til þróunarsamvinnu. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag. Málefni Afganistans voru í brennidepli á fundinum sem fór fram í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Bandalagið hefur á sínum snærum 32.000 hermenn í Afganistan, þar eru tólf þúsund Bandaríkjamenn. Ástandið í landinu er erfitt viðureignar en á síðasta ári létu 4.000 manns lífið í átökum þar, fjórðungur þeirra voru borgarar. Á fundinum í morgun sammæltust ráðherrarnir því um að auka umsvifin í Afganistan, bæði á sviði hernaðar og uppbyggingarstarfs. Mestu munar um framlag Bandaríkjastjórnar en á næstu tveimur árum ætlar hún að leggja 700 milljarða króna til þessara mála og auk þess verða 3.200 hermenn sem til stóð að kalla heim hafðir í landinu eitthvað áfram. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en tólf íslenskir friðargæsluliðar eru nú í Afganistan.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir ýmsa möguleika í stöðunni, meðal annars hafi hún stungið upp á á fundinum að Íslendingar sæju um að koma stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl aftur í hendur heimamanna og eins kemur til greina að Íslendingar veiti ráðgjöf um gerð vatnsaflsvirkjana í landinu. Það sé markmið hennar að Afganistan verði að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming á árinu, upp í 25.Að mati Valgerðar er ekki tímabært að velta vöngum yfir kostnaðinum af þessum verkefnum en hún segir þau í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka framlög til þróunarsamvinnu.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira