Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni 6. febrúar 2007 12:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira