Mitt Romney hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er fyrsti frambjóðandi repúblikana til þess að staðfesta framboð sitt.
Romney var áður ríkisstjóri Massachusettsríkis. Stjórnmálagagnrýnendur segja að ólíkt sé að hann eigi eftir að bera sigurorð af Hiuliani eða McCain í forvali repúblikana.
Romney er mormóni og það er ekki talið honum til tekna. Skoðanakannanir gefa til kynna að aðeins einn af hverjum fjórum Bandaríkjamö0nnum myndi kjósa mormóna sem forseta. Romney er á móti hjónabandi samkynhneigðra, fóstureyðingum og vill styrkja herinn.
Erlent