Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins.
Pelosi benti einnig á að Bush segist styðja viðræður við Íran til þess að leysa deiluna og að hún ætlaði sér að sjá til þess að svo yrði.
Pelosi sagði þetta á fréttamannafundi í dag. Fulltrúadeildin skeggræðir nú tillögu sem fordæmir fjölgun hermanna í Írak. Tillagan er ekki bindandi fyrir Bush.
Erlent