Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð.
Fjölmennum nú á ísinn og höldum frábært mót.